Sumarferð

IMG_0515
Hópurinn í Hernámssetrinu að Hlöðum

Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin í gær. 60 manns tóku þátt í ferðinni, íbúar Höfða og dagdeildarfólk ásamt nokkrum starfsmönnum.

Lagt var af stað kl. 13 og ekið um Hvalfjörðinn undir leiðsögn Arnheiðar Hjörleifsdóttur frá Bjarteyjarsandi sem fræddi hópinn um sögu Hvalfjarðar. Hernámssetrið að Hlöðum var heimsótt og skoðað ásamt því sem boðið var upp á kaffihlaðborð inn í safninu sjálfu.

Að þessu loknu var ekið sem leið lá til Akraness með viðkomu í Melahverfinu. Heim var svo komið kl. 17.30.