Stuð á starfsfólki

Sú hefð hefur skapast hjá starfsfólki Höfða að gera eitthvað skemmtilegt varðandi klæðaburð og útlit í aðdraganda hinnar árlegu Höfðagleði, en hún verður haldin í kvöld.


Þetta gerir mikla lukku hjá íbúum Höfða, en í sumum tilfellum þurftu þeir að spyrja hver væri hver svo góð voru gerfin á starfsfólki í dag.


Á myndinni sést hluti hópsins, f.v. Adda, Ásta Björk, Helga Björg, Ólöf Lilja, Kristín, Kolbrún, Hildur, Guðmunda, Halla, Katrín, Sóley og Elísabet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *