Í dag kvöddu íbúar og starfsmenn fjóra starfsmenn sem látið hafa af störfum á Höfða nýlega eftir langan og farsælan starfsferil, þau Emilíu Petreu Árnadóttur deildarstjóra dagdeildar sem var síðasti starfsmaðurinn sem hér hafði starfað frá því Höfði tók til starfa 1.febrúar 1978, Sigrúnu Björgvinsdóttur sem starfaði hér við umönnun í 28 ár, Jónas Kjerúlf sem var umsjónarmaður fasteigna í rúm 20 ár og Ásthildi Theodórsdóttir sem starfaði við ræstingar í 19 ár.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri ávarpaði fjórmenningana, þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil. Guðjón óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þau mættu njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.