dag kvöddu íbúar og starfsmenn tvær heiðurskonur sem létu af störfum á Höfða í sumar eftir langan og farsælan starfsferil, þær Guðnýju Guðjónsdóttur sem starfaði við ræstingar í rúmlega 17 ár og Sigrúnu Sigurjónsdóttur sem starfaði við aðhlynningu í rúmlega 15 ár.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri ávarpaði þær stöllur, þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil. Guðjón óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þær mættu njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld. Hann færði þeim hvorri um sig að gjöf afsteypu af Grettistaki, sem er tákn Höfða og gert af Magnúsi Tómassyni myndhöggvara.
Þær Guðný og Sigrún þökkuðu íbúum og starfsfólki ánægjuleg samskipti og óskuðu Höfða og þeim sem þar búa og starfa alls góðs.