Í dag voru afhentar árlegar starfsaldursviðurkenningar við stutta athöfn í matsal Höfða að viðstöddum íbúum Höfða og dagdeildarfólki. Að þessu sinni fengu eftirtaldir 19 starfsmenn viðurkenningu:
Fyrir 5 ára starf: Anna K.Belko, Fanney Reynisdóttir, Haukur S.Ingibjargarson, Helga Atladóttir, Kristín Alfreðsdóttir, Margrét Reimarsdóttir, Pálína Sigmundsdóttir og Þórey Einarsdóttir.
Fyrir 10 ára starf: Sigurlaug Garðarsdóttir.
Fyrir 15 ára starf: Arína Guðmundsdóttir, Elísabet Ragnarsdóttir og Hulda Ragnarsdóttir.
Fyrir 20 ára starf: Sigrún Sigurgeirsdóttir og Svandís Stefánsdóttir.
Fyrir 25 ára starf: Helga Jónsdóttir, Katrín Baldvinsdóttir, Kristín P.Magnúsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Fyrir 30 ára starf: Margrét A.Guðmundsdóttir.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri sagði að með þessum viðurkenningum vildi stjórn Höfða þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins. Guðjón sagði að starfsfólkið væri helsti styrkleiki Höfða og minnti á mikilvægi stöðugs vinnuafls en 50 starfsmenn hafa starfað á Höfða í 10 ár eða lengur.
Á myndina vantar Kristínu, Pálínu og Ragnheiði.