Búið er að aflétta sóttkví af Jaðri og Tindi. Einn íbúi á Jaðri verður áfram í einangrun og tveir íbúar á Tindi þurfa að fara aftur í PCR próf og verða í einangrun meðan beðið er eftir niðurstöðum.
Við hvetjum aðstandendur og gesti til að takmarka heimsóknir eins og kostur er meðan versta bylgjan af faraldrinum gengur yfir. Því færri smitleiðir því betra fyrir íbúa á Höfða.
Við þökkum fyrir skilninginn og góðar kveðjur.
Stjórnendur Höfða