Í gær og í dag hafa íbúar Höfða staðið í sláturgerð með aðstoð nokkurra starfsmanna. Tekin voru 120 slátur. Mikiill kraftur var í fólki við sláturgerðina og handtökin fagmannleg, enda hafa flestir þeir sem að sláturgerðinni stóðu tekið slátur á hverju hausti í áratugi.
Létt var yfir fólki við sláturgerðina og augljóst að allir höfðu gaman af þessu verkefni. Fyrsta sláturmáltíðin verður framreidd á morgun, en slátrið er mjög vinsæll matur hjá íbúum og starfsfólki Höfða.
Yfirblandari í sláturgerðinni var Svandís Stefánsdóttir.
Frá vinstri: Sjöfn Jóhannesdóttir, Halla Jónsdóttir, Þorgerður Bergsdóttir og Valgerður Einarsdóttir.
Skarphéðinn Árnason sker mörinn.
Frá vinstri: Halla Jónsdóttir, Lilja Pétursdóttir, Þorgerður Bergsdóttir og Aðalheiður Arnfinnsdóttir. Sitjandi að baki Þorgerði er Bára Pálsdóttir og standandi Edda Guðmundsdóttir.
Frá vinstri: Svava Gunnarsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir og Lilja Pétursdóttir.
Frá vinstri: Þorgerður Bergsdóttir, Valgerður Einarsdóttir og Svava Gunnarsdóttir. Standandi er Svandís Stefánsdóttir.
Til vinstri sést Valgerður Einarsdóttir, þá Guðný Þorvaldsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Lilja Pétursdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir og Halla Jónsdóttir.
Frá vinstri: Aðalheiður Arnfinnsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir og Svava Gunnarsdóttir.
Frá vinstri: Sjöfn Jóhannesdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Bjarney Hagalínsdóttir.
Skarphéðinn Árnason, Nanna Sigurðardóttir og Sigrún Sigurgeirsdóttir.