Samverustund

Íbúar Höfða voru með samverustund í samkomusalnum í dag. Þar flutti Gunnvör Björnsdóttir falleg ljóð, Guðrún Adolfsdóttir lék nokkur lög á píanó og flutt var veiðisaga eftir Kjartan Guðmundsson þar sem hann lýsir viðureign sinni við „þann stóra“ í Haukadalsá. Að lokum var leikinn af geisladiski rímnakveðskapur Steindórs Andersen.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *