Reyfi 2007

Í gær tók Höfði þátt í norrænu menningarhátíðinni Reyfi 2007 í Norræna húsinu, en auk fjölbreyttra listkynninga var markaður þar sem seldar voru íslenskar heilsu- og náttúruvörur. Var Höfða boðið að kynna þar og selja grjónapokana sem hér hafa verið framleiddir um langt árabil og fyrir löngu sannað ágæti sitt.

 

Emilía Petrea Árnadóttir sá um Höfðabásinn þar sem mikill fjöldi sýningargesta leit við til að fræðast um grjónapokana, starfsemi Höfða og almennt um Akranes.