Rauðmagaveisla

 

Friðrik Magnússon útgerðarmaður og skipstjóri á Keili 2. AK gaf Höfða hátt á annað hundrað rauðmaga sem hann fékk í grásleppunetin í gær. Haukur kokkur og Skarphéðinn Árnason íbúi á Höfða stóðu á bryggjunni og gerðu að rauðmaganum í norðan næðingi og frosti, en Skarphéðinn er gamalreyndur hrognkelsaveiðimaður.

 

Það verður því rauðmagaveisla á Höfða í hádeginu í dag.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *