Kaffihúsakvöld

Kaffihúsakvöld var haldið á Höfði í gær frá kl. 20-22. Aðsókn var mjög góð og létt yfir fólki.

Ingibjörg, María og Adda afhentu verðlaun fyrir Boccia mótið. Guðjón þakkaði þeim fyrir undirbúning og framkvæmd mótsins sem tókst í alla staði mjög vel.

Fiðlusveit tónlistarskólans lék undirstjórn Ragnars Skúlasonar. Mikil ánægja var með þetta skemmtiatriði. Guðjón og Adda fóru með kveðskap og gamanmál og Einar Þóroddsson fór með kveðskap sem orðið hafði til í skógræktarferð í hans sveit.

Þetta kaffihúsakvöld tókst í alla staði mjög vel.

Undanúrslit og úrslit í Bocciamóti Höfða

Undanúrslit og úrslit voru í dag.
Fjögur efstu liðin voru:

FOLAR: Valgerður, Bjarney og Skúli K.
NAGLAR: Diddi, Halla, Sjöfn.
Mánar:
Gunnar, Sigrún H., Einar.
ERNIR:
Bára, Siggi B, Hákon.

Keppnin var æsispennandi og fóru leikar sem hér segir.
FOLAR: 2 – MÁNAR: 7
NAGLAR: 8 – ERNIR: 3

Úrslit:

MÁNAR: 1 – NAGLAR: 12
ERNIR: 3 – FOLAR: 6

NAGLAR urðu því sigurvegarar og röð 4ja efstu liða sem hér segir:
1.)NAGLAR
2.)MÁNAR
3.)FOLAR
4.)ERNIR

Verðlaunaafhending verður á kaffihúsakvöldi í kvöld.

Forysta St.Rv. í heimsókn

Um áramótin sameinaðist STAK Starfsmannafélagi Reykjavíkur (St.Rv.). Á Höfða starfa flestir STAK félagar, alls 59 manns.

Formaður St.Rv. Garðar Hilmarsson og varaformaður Jakobína Þórðardóttir, heimsóttu Höfða í gær og kynntu sér starfsemi heimilisins. Með þeim í för var Valdimar Þorvaldsson, sem verið hefur formaður STAK síðustu árin.

Gestirnir spjölluðu við starfsmenn í hinum ýmsu deildum Höfða og ræddu við framkvæmdastjóra. Emilía Petrea Árnadóttir tók á móti gestunum, en hún hefur átt sæti í stjórn Stak undanfarin ár.