Þrír nýir íbúar hafa flutt á Höfða síðustu tvær vikur. Hörður Jónsson í íbúð 266, Vigfús Sigurðsson í íbúð 268 og Helga Gísladóttir í íbúð 105.
Þau eru boðin velkomin á Höfða.
Þrír nýir íbúar hafa flutt á Höfða síðustu tvær vikur. Hörður Jónsson í íbúð 266, Vigfús Sigurðsson í íbúð 268 og Helga Gísladóttir í íbúð 105.
Þau eru boðin velkomin á Höfða.
Í gær hélt Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, forstöðumaður Fríðuhúss erindi á Höfða um gildi sérhæfðrar dagþjálfunar fyrir einstaklinga með heilabilun.
Fjölmargir starfsmenn Höfða hlýddu á erindi Sigríðar Lóu sem var sérlega áhugavert og vel fram sett.
Kaffihúsakvöld var haldið á Höfði í gær frá kl. 20-22. Aðsókn var mjög góð og létt yfir fólki.
Ingibjörg, María og Adda afhentu verðlaun fyrir Boccia mótið. Guðjón þakkaði þeim fyrir undirbúning og framkvæmd mótsins sem tókst í alla staði mjög vel.
Fiðlusveit tónlistarskólans lék undirstjórn Ragnars Skúlasonar. Mikil ánægja var með þetta skemmtiatriði. Guðjón og Adda fóru með kveðskap og gamanmál og Einar Þóroddsson fór með kveðskap sem orðið hafði til í skógræktarferð í hans sveit.
Þetta kaffihúsakvöld tókst í alla staði mjög vel.
Undanúrslit og úrslit voru í dag.
Fjögur efstu liðin voru:
FOLAR: Valgerður, Bjarney og Skúli K.
NAGLAR: Diddi, Halla, Sjöfn.
Mánar: Gunnar, Sigrún H., Einar.
ERNIR: Bára, Siggi B, Hákon.
Keppnin var æsispennandi og fóru leikar sem hér segir.
FOLAR: 2 – MÁNAR: 7
NAGLAR: 8 – ERNIR: 3
Úrslit:
MÁNAR: 1 – NAGLAR: 12
ERNIR: 3 – FOLAR: 6
NAGLAR urðu því sigurvegarar og röð 4ja efstu liða sem hér segir:
1.)NAGLAR
2.)MÁNAR
3.)FOLAR
4.)ERNIR
Verðlaunaafhending verður á kaffihúsakvöldi í kvöld.
STRÁIN 1 – ERNIR 6
ERNIR komust áfram með 12. stig
Í dag var haldið hið árlega þorrablót Höfða. Boðið var upp á hefðbundinn þorramat og snafs. Almenn ánægja var með matinn sem var sérstaklega góður.
Um áramótin sameinaðist STAK Starfsmannafélagi Reykjavíkur (St.Rv.). Á Höfða starfa flestir STAK félagar, alls 59 manns.
Formaður St.Rv. Garðar Hilmarsson og varaformaður Jakobína Þórðardóttir, heimsóttu Höfða í gær og kynntu sér starfsemi heimilisins. Með þeim í för var Valdimar Þorvaldsson, sem verið hefur formaður STAK síðustu árin.
Gestirnir spjölluðu við starfsmenn í hinum ýmsu deildum Höfða og ræddu við framkvæmdastjóra. Emilía Petrea Árnadóttir tók á móti gestunum, en hún hefur átt sæti í stjórn Stak undanfarin ár.
Í dag heimsóttu frambjóðendur Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi Höfða og kynntu stefnumál flokksins fyrir næstu þingkosningar.
Guðbjartur Hannesson, Karl V.Matthíasson, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir spjölluðu við íbúa og starfsmenn og kynntu sér starfsemi heimilisins.
Þrír nýir íbúar fluttu á Höfða í síðasta mánuði. Hjónin Ragnheiður Björnsdóttir og Skarphéðinn Árnason í íbúð 119 og Skarpheiður Gunnlaugsdóttir í íbúð 213.
Þau eru boðin velkomin á Höfða.
Í dag var Gísli Björnsson sjúkraflutningamaður með kynningu á skyndihjálp á Höfða. Fór hann yfir ýmsa þætti skyndihjálpar og fyrstu viðbrögð við ýmsum áföllum.
Kynningin var vel sótt af starfsfólki Höfða.