Í morgun heimsótti Orkuveitukórinn Höfða og söng nokkur lög við góðar undirtektir í troðfullum samkomusal heimilisins.
Stjórnandi kórsins er Árni Heiðar Karlsson.
Í morgun heimsótti Orkuveitukórinn Höfða og söng nokkur lög við góðar undirtektir í troðfullum samkomusal heimilisins.
Stjórnandi kórsins er Árni Heiðar Karlsson.
Hljómur, kór eldri borgara á Akranesi, söng fyrir íbúa Höfða í gær. Stjórnandi kórsins er Katrín Valdís Hjartardóttir, undirleikari Sveinn Arnar Sæmundsson og flautuleikari Sigríður Hjördís.
Söngur kórsins fékk góðar undirtektir Höfðafólks sem fyllti samkomusalinn.
Grundartangakórinn hélt sína árlegu desembertónleika í samkomusal Höfða í gær.
Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson og einsöngvarar þeir Smári Vífilsson og Bjarni Atlason.
Þá söng Tindatríóið eitt lag, en tríóið er skipað þeim Atla Guðlaugssyni og sonum hans Bjarna og Guðlaugi. Flosi Einarsson lék undir á píanó.
Íbúar Höfða troðfylltu samkomusalinn og hylltu kórinn með lófataki. Grundartangakórinn er í miklu uppáhaldi hjá Höfðafólki, en þess má geta að kórinn hefur sungið reglulega á Höfða í rúman aldarfjórðung.
5 ára börn af Leikskólanum Vallaseli heimsóttu Höfða í morgun og fluttu söngdagskrá í samkomusal. Þau sungu nokkur gömul og góð lög og enduðu á tveimur fallegum jólalögum.
Íbúar Höfða fjölmenntu til að hlusta á krakkana og þökkuðu þeim með öflugu lófataki. Um 50 börn voru í kórnum og var söngur þeirra ótrúlega góður miðað við aldur flytjenda.
Að söng loknum var krökkunum boðið upp á Svala og smákökur og runnu veitingarnar ljúft niður.
Hinn sívinsæli Ragnar Bjarnason heimsótti Höfða í gær og skemmti íbúum heimilisins og starfsfólki með söng og gamanmálum.
Skemmtuninni lauk með því að Ragnar og Ása Ólafsdóttir sungu saman Tondeleyo, en Ása var söngkona með hljómsveitum á Akranesi á yngri árum.
Samkomusalur Höfða var troðfullur og undirtektir frábærar. Höfðu sumir á orði að Raggi mætti heimsækja Höfða vikulega!
Níu konur úr Soroptimistaklúbbi Akraness heimsóttu Höfða í dag og afhentu heimilinu að gjöf 2 rafknúna hægindastóla (lyftistóla). Þetta eru afskaplega þægilegir stólar sem hægt er að stilla á ýmsa vegu og munu nýtast vel hér á Höfða.
Ingibjörg Sigurðardóttir ávarpaði íbúa og starfsmenn. Hún kynnti klúbbinn og markmið soroptimista sem er að vinna að bættri stöðu kvenna, gera háar kröfur til siðgæðis, vinna að mannréttindum, jafnrétti, framförum og friði.
Soroptimistar skulu beita sér fyrir að veita þjónustu í heimabyggð, heimalandi og á alþjóðavettvangi. Hún gerði grein fyrir ýmsum þörfum verkefnum sem klúbburinn hefur staðið að, bæði hér heima og erlendis.
Þá sagði hún að þessi gjöf til Höfða væri í tilefni af 25 ára afmæli klúbbsins.
Ása Helgadóttir afhenti síðan framkvæmdastjóra stólana með gjafabréfi. Guðjón Guðmundsson þakkaði konunum þessa höfðinglegu gjöf og bauð þeim til kaffisamsætis með íbúum og starfsmönnum.
Fólk á öllum aldri sækir þær listsýningar sem nú standa yfir á Höfða.
Í dag kom Indíánahópur Leikskólans Garðasels í fylgd Guðlaugar Sverrisdóttur leikskólakennara og skoðaði listaverkin. Ræddu þau opinskátt um það sem fyrir augun bar og höfðu gaman af að stúdera listina.
Í dag heimsóttu nemendur 8.bekkjar BJ í Grundaskóla Höfða í fylgd kennara síns Borghildar Jósúadóttur.
Erindið var að skoða þær listsýningar sem nú standa yfir á Höfða, en faðir eins nemandans er einn þeirra listamanna sem sýna verk sín hér á Vökudögum.
Unga fólkið hafði gaman af að skoða listaverkin og heilsa upp á þá íbúa Höfða sem urðu á vegi þeirra.
Í dag var opið hús á Höfða frá kl. 13-16 í tilefni af 30 ára afmæli Höfða. Mjög margir litu inn. Boðið var upp á skipulagðar skoðunarferðir um húsið í fylgd Helgu Atladóttur hjúkrunarforstjóra.
Hinn árlegi Höfðabasar var svo opinn frá kl. 14-16. Gífurleg aðsókn var að basarnum og mikil sala á þeim fallegu vörum sem þar voru í boði.
Þá voru hjónin Rakel Jónsdóttir og Björn Gústafsson, íbúar á Höfða, með sölubás þar sem þau seldu fallega muni og skartgripi úr íslensku grjóti sem þau hafa gert á liðnum árum. Mikil sala var á þessu fallega handverki.
Boðið var upp á kaffi í samkomusal og þáðu margir sopann, ekki síst þeir sem áttu maka á basarnum.
Í dag voru opnaðar sýningar á verkum þriggja Skagamanna í tilefni 30 ára afmæli Höfða. Sýndir eru skúlptúrar Guttorms Jónssonar, málverk Guðmundar Þorvaldssonar og glerlist Jónsínu Ólafsdóttur.
Við opnun sýninganna flutti Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Höfða ávarp og Sigursteinn Hákonarson söng nokkur lög við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar.
Síðan var boðið upp á léttar veitingar meðan gestir skoðuðu verk listamannanna.
Mjög góð aðsókn var að opnuninni, en sýningarnar standa út Vökudaga til 9.nóvember.