Í dag var dansiball í samkomusalnum. Jón Heiðar lék fyrir dansi. Létt var yfir ballinu og mikið dansað.
Í dag var dansiball í samkomusalnum. Jón Heiðar lék fyrir dansi. Létt var yfir ballinu og mikið dansað.
Í dag heimsóttu Höfða 33 eldri borgarar úr Borgarfirði. Gestirnir skoðuðu starfsemi Höfða og litu inn í nokkrar íbúðir. Margir íbúar Höfða þekktu einhvern gestanna og urðu fagnaðarfundir og gömul kynni rifjuð upp.
Að lokinni skoðunarferð um húsið þáðu gestirnir veitingar í samkomusal. Þar sagði framkvæmdastjóri frá uppbyggingu og starfsemi Höfða og Davíð Pétursson á Grund
þakkaði fyrir hönd hópsins góðar móttökur og færði heimilinu að gjöf geisladisk með
borgfirskum lögum.
Síðasta framboðskynningin á Höfða fyrir þingkosningarnar næstkomandi laugardag var í dag. Þá kom Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins, og kynnti stefnumál flokksins fyrir Höfðafólki.
Hann lék einnig nokkur lög á harmonikku við góðar undirtektir.
Guðbjartur Hannesson og Arna Lára, frambjóðendur Samfylkingarinnar, heimsóttu Höfða í dag og ræddu við íbúa og starfsemnn. Þau kynntu stefnumál síns flokks fyrir íbúum og starfsmönnum.
Frambjóðendur Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson og Ragnheiður Ólafsdóttir, kynntu stefnumál síns flokks fyrir Höfðafólki í dag.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, Einar K.Guðfinnsson og Birna Lárusdóttir, heimsóttu Höfða í dag og kynntu stefnumál síns flokks í komandi kosningum jafnframt því sem þau spjölluðu við íbúa og starfsmenn.
Ólína Þorvarðardóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar heimsótti Höfða í dag og spjallaði við íbúa og starfsmenn.
Frambjóðendur Vinstri grænna, þau Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ásmundur Daðason og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir heimsóttu höfða í dag. Þau ræddu við fólk og kynntu stefnumál síns flokks í komandi kosningum.
Fyrsta framboðskynningin á Höfða fyrir komandi þingkosningar var í morgun. Þá heimsótti nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi, Ásbjörn Óttarsson, Höfða og kynnti sér starfsemi heimilisins, ræddi við íbúa og starfsmenn og kynnti stefnumál síns flokks í komandi kosningum.
S.l. föstudag héldu íbúar Höfða og dagdeildarfólk samverustund í samkomusalnum. Þar flutti Kjartan Guðmundsson draugasögur og einnig frumortar gamanvísur, Guðrún Adolfsdóttir lék nokkur lög á píanó.
Skarphéðinn Árnason fór með kveðskap og Guðjónína Sigurðardóttir stjórnaði fjöldasöng og lék undir á gítar.
Þessi samverustund tókst mjög vel. Samkomusalurinn var troðfullur og skemmti fólk sér vel og höfðu flestir á orði að þetta þyrftum við að gera fljótlega aftur.