Norðlenskir sjúkraliðar í heimsókn.

Í gær heimsóttu Höfða 21 sjúkraliði frá Sauðárkróki, Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga. Rakel Gísladóttir trúnaðarmaður sjúkraliða á Höfða og Sigurbjörg Halldórsdóttir hjúkrunarforstjóri tóku á móti þeim og kynntu starfsemi Höfða.

Að lokinni skoðunarferð um Höfða hittu norðlendingarnir nokkra sjúkraliða af Höfða og Sjúkrahúsi Akraness og ræddu við þá yfir kaffibolla.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *