Lokað fyrir heimsóknir á Höfða

NEYÐARSTIG – almannavarna – COVID-19

Ágæti aðstandandi

Í ljósi þess að smitum á Akranesi fjölgar hratt vegna COVID-19 ásamt aðilum í sóttkví, höfum við stjórnendur Höfða, ákveðið að loka fyrir heimsóknir inn á Höfða frá með kl. 16.00 föstudaginn 9.10.2020.

Við horfum til þess að þessi ráðstöfun vari að óbreyttu amk til og með 19. október nk. 

Staðan verður endurmetin eftir þörfum og hlutaðeigandi upplýstir um leið og einhver breyting verður.  Þessi ákvörðun er sem fyrr tekin með hagsmuni íbúa á Höfða að leiðarljósi.

Eingöngu verða veittar undanþágur í tilfellum þar sem um alvarleg veikindi er að ræða eða ef einstaklingur er kominn á lífslokameðferð.

Við þökkum kærlega fyrir þann skilning og hlýhug sem íbúar og aðstandendur hafa hingað til sýnt í orði og verki.

Með vinsemd og virðingu,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri