Leikskólabörn í heimsókn

Í morgun heimsóttu um 40 börn af Leikskólanum Vallarseli Höfða. Börnin sungu nokkur lög og var aðdáunarvert hvað vel þau kunnu texta laganna.

 

Höfðafólk fjölmennti til að hlusta á börnin og hafði gaman af.

 

Eftir sönginn þáðu börnin djús og smákökur áður en þau héldu aftur í leikskólann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *