Kvöldvaka

Hin árlega kvöldvaka þar sem starfsmenn Höfða bjóða íbúum upp á skemmtiatriði og veitingar var haldin í gærkvöldi. Borð svignuðu undan girnilegum kræsingum sem starfsmenn komu með að heiman og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá. Fyrst dönsuðu nokkur pör úr Dansstúdíói Írisar, síðan spilaði Emil Þór á gítar og Kristín Ragnars starfsmaður á Höfða spilaði á fiðlu. Að lokum sungu og spiluðu Samúel Þorsteinsson og Elva M. Ingvadóttir nokkur lög við góðar undirtektir.
 
Mikil ánægja var með þessa kvöldvöku sem heppnaðist mjög vel. Skemmtinefndina skipuðu þær Elísabet Pálsdóttir,Sigurbjörg Hulda Guðjónsdóttir, Halla Ingólfsdóttir, Lára Bogey Finnbogadóttir og Ingibjörg Huld Gísladóttir.