Kökukvöld.

Hið árlega kökukvöld var haldið á Höfða í gærkvöldi. Þar koma starfsmenn með kökur og annað góðgæti að heiman og bjóða íbúum hússins til veislu. Voru veitingar sérlega glæsilegar. Margt var til gamans gert; gamanmál, tónlistarflutningur, danssýning og tískusýning þar sem heimilisfólkið var í aðalhlutverki. Þá lék Gísli Einarsson á harmonikku og stjórnaði fjöldasöng. Þessi skemmtun tókst frábærlega, var mjög vel sótt af íbúum og starfsfólki sem skemmtu sér vel. Þetta árlega boð starfsmanna lýsir vel þeim góða anda sem ríkir á Höfða og þeirri vináttu sem er milli starfsmanna og íbúa hússins.