Kaffihúsakvöld.

Kaffihúsakvöld var á Höfða í gærkvöldi. Í boði voru kaffi, kökur og léttar veitingar. Gísli S.Einarsson bæjarstjóri sá um að halda uppi fjöri með harmonikkuleik, söng og sögum, Hallgrímur Árnason tók lagið með Gísla, Sigurbjörg Halldórsdóttir fór með ljóð og Eggert Sigurðsson sagði mergjaðar lífsreynslusögur.

Eins og jafnan áður var góð aðsókn að þessu kaffihúsakvöldi, setið á hverju borði í samkomusalnum og létt yfir fólki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *