Kaffihúsakvöld.

Kaffihúsakvöld var á Höfða í gær frá kl. 20-22. Mikil aðsókn var og á mörkunum að samkomusalurinn væri nógu stór.

 

Ingibjörg, María og Adda afhentu verðlaun fyrir Boccia mótið og Guðjón þakkaði þeim fyrir undirbúning og framkvæmd mótsins sem tókst í alla staði frábærlega.

 

Sigurbjörg hjúkrunarforstjóri lagði til skemmtikrafta. Hallgrímur maður hennar lék á gítar og stjórnaði fjöldasöng. Börn þeirra Harpa og Halldór ásamt Sigurbjörgu dóttur Halldórs sungu og að lokum tóku hjónin lagið vegna eindreginna tilmæla gesta. Mjög góður rómur var gerður að tónlistarflutningi þessarar söngelsku fjölskyldu.

 

Mikil ánægja var með þetta kaffihúsakvöld sem tókst í alla staði mjög vel.