Jónasarvaka

 

Í dag flutti Jónasarhópurinn úr Kópavogi skemmtidagskrá á Höfða. Sögumaður og dagskrárstjóri var Þórður Helgason cand mag og dósent við KHÍ. Þórarinn J.Ólafsson tenor söng við undirleik Julian Hewlett píanóleikara. Þá fluttu 7 konur ljóð úr ljóðabókinni Í sumardal. Ljóðin tengjast öll Jónasi Hallgrímssyni.

 

Mjög góð aðsókn var að þessari skemmtidagskrá og undirtektir góðar.