Grundartangakórinn hélt sína árlegu jólatónleika á Höfða í gær. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson og einsöngvarar Bjarni Atlason, Guðlaugur Atlason og Smári Vífilsson. Undirleik önnuðust Flosi Einarsson á píanó og Maron Baldursson á trommu.
Tónleikarnir voru vel sóttir að vanda, setið í hverju sæti í Höfðasal og mikið klappað. Adda þakkaði kórfélögum fyrir komuna og tryggð þeirra við íbúa Höfða og sagði að söngur kórsins gerði alltaf jafn mikla lukku hjá Höfðafólki. Þetta mun vera 30.árið í röð sem kórinn syngur á Höfða og undanfarin ár að jafnaði tvisvar á ári.