Höfðingleg gjöf

Nýlega gaf starfsmannafélag sementsverksmiðjunnar Höfða 1 milljón króna. Peningarnir fara í gjafasjóð Höfða, en sjóðurinn veitir fé til kaupa á búnaði og tækjum fyrir Höfða og einnig til skemmtana og dægradvalar heimilisfólks.

 

Smári Kristjánsson afhenti gjöfina við athöfn í sementsverksmiðjunni, en félagið gaf fimm öðrum aðilum rausnarlegar gjafir. Helga Atladóttir formaður stjórnar gjafasjóðs Höfða tók við gjöfinni og færði starfsmönnum verksmiðjunnar kærar þakkir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *