Höfðingleg gjöf

Í dag heimsóttu Höfða 8 konur úr Kvenfélaginu Björk í Skilmannahreppi og færðu heimilinu að gjöf rafstýrðan, leðurklæddan hægindastól fyrir dagdeild og hjartastuðtæki. Skilmannahreppur hefur nú sameinast öðrum hreppum sunnan Skarðsheiðar í sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit og Kvenfélagið Björk hefur hætt starfsemi sinni. Félagið átti peninga í sjóði og ákváðu konurnar að gefa þá til góðra mála og nýtur Höfði góðs af því. Þess má geta að starfssvæði Höfða er Akranes og Hvalfjarðarsveit.

 

Margrét Magnúsdóttir afhenti gjafirnar. Helga Atladóttir og Margrét A.Guðmundsdóttir veittu þeim viðtöku.