Á fundi Skipulags- og umhverfisnefndar bæjarins 5.sept. s.l. voru samþykktar tilnefningar til verðlauna fyrir vel snyrta garða og umhverfi á Akranesi. Veitt eru þrenn verðlaun; fyrir sérbýli, fjölbýlishús og fyrirtæki/stofnanir.
Dvalarheimilið Höfði hlaut viðurkenningu í flokki fyrirtækja/stofnana fyrir lóð sína, en mikil áhersla hefur verið lögð á umhverfi heimilisins um langt árabil.
Þá hafa þær Elísabet Ragnarsdóttir og Erla Björg Sveinsdóttir starfsmenn sjúkraþjálfunar byggt upp stórfallegt blómabeð sunnan við heimilið í samstarfi við nokkra íbúa og starfsmenn heimilisins.