Á aðfangadagsmorgun var Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni með helgistund í samkomusal. Með henni voru barnabörn hennar sem sungu nokkra jólasálma við gítarundirleik sonar djáknans.
Á annan jóladag var hátíðarmessa. Sr. Eðvarð Ingólfsson predikaði og kór Akraneskirkju söng við undirleik Sveins Arnar Sæmundssonar.
Í morgun var svo helgistund djákna. Þar söng kór Saurbæjarprestakalls. Organisti var Örn Magnússon.
Allar þessar samkomur voru vel sóttar og áttu stóran þátt í að skapa hátíðarstemningu á Höfða