Helgi Daníelsson heimsótti Höfða í morgun, en sýning á ljósmyndum hans frá sjöunda ártugnum verður opnuð á laugardaginn. Helgi hafði meðferðis fjölda mynda af íbúum Höfða sem teknar voru í lok síðustu aldar. Myndir þeirra Skagamannanna og feðganna Helga og Friðþjófs sonar hans af lífi og starfi Akurnesinga eru ómetanlegar og ræktarsemi þeirra við bæinn sinn einstök.