Undanfarin ár hefur Höfði útbúið matarbakka fyrir eldri borgara á starfssvæði heimilisins. Mikil ánægja er með þessa þjónustu og í hverjum mánuði eru sendir út milli sjö og átta hundruð bakkar. Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar annast heimakstur og innheimtu matarins. Sólveig Reynisdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Sigrún Gísladóttir öldrunarfulltrúi heimsóttu Höfða 15.september til að ræða ýmis samskiptamál, en samskipti Höfða og bæjarins eru margþætt og samstarfið í alla staði ágætt. Þær létu í ljós mikla ánægju með samskiptin við Bjarna Þór Ólafsson bryta og starfslið hans, bæði gæði matarins og frábæra þjónustu.