Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra heimsótti Höfða í morgun. Í fylgd með honum var Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akraness.
Þeir funduðu með formanni stjórnar og framkvæmdastjóra Höfða sem kynntu þeim rekstur heimilisins og fyrirætlanir um stækkun húsnæðis Höfða. Þá kynnti ráðherra framtíðarsýn sína í málefnum aldraðra.
Þá færði dagvistarfólk ráðherranum að gjöf rúðusköfu með lopahanska fyrir veturinn, en þetta er meðal þeirra fjölmörgu muna sem þar eru framleiddir og verða seldir á bazarnum 3.nóvember n.k.