Guðni Ágústsson heimsækir Höfða

Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra heimsótti Höfða í dag og rabbaði við Höfðafólk í gamansömum tón í troðfullum Höfðasal. Var gerður góður rómur að spjalli Guðna sem fór á kostum að vanda.


Guðjón þakkaði Guðna komuna og þakkaði í leiðinni Höfðafólki fyrir ánægjuleg samskipti s.l. 8 ár, en hann hættir störfum á Höfða á morgun. Guðjón sagði að það hefðu verið forréttindi að starfa með íbúum og starfsfólki Höfða og bað Guð og gæfuna að fylgja þeim öllum. Guðjón kynnti eftirmann sinn, Kjartan Kjartansson, og óskaði honum velfarnaðar í starfi.


Þá ávarpaði Kjartan Kjartansson fólk og kynnti sig, en hann tekur við starfi framkvæmdastjóra 1.júní.  Sagði hann starfið leggjast vel í sig og að hann hlakkaði til að starfa með Höfðafólki.