Í dag 15. mars komu krakkar úr bekknum 4.VHJ í Grundaskóla í heimsókn á Höfða. Margrét A.Guðmundsdóttir fór með þau í skoðunarferð um húsið þar sem þau skoðuðu m.a. eldhúsið, handavinnuna, sjúkraþjálfunina, iðjuþjálfunina, þvottahúsið, heita pottinn og tvær íbúðir þar sem þau fengu góðan mola.
Þau enduðu á að fara í nokkrar lotur í Boccia í félagsrýminu undir stjórn Ingibjargar Ólafsdóttur, iðjuþjálfa. Börnunum fannst þetta skemmtileg heimsókn og einhver hafði orð á því að vilja flytja hingað strax inn.
Unga fólkið fylgist með Sigurjóni Jónssyndi í iðjuþjálfun
Sigurbjörg Oddsdóttir og María Ásmundsdóttir sýna ungviðinu eitthvað áhugavert í iðjuþjálfun
Kristinn Finnsson við borðsendann
Sigurjón Jónsson tilvinstri og Sigurbjörg Oddsdóttir til hægri.
Guðbjörg Þórólfsdóttir spjallar við krakkana.
Frá vinstri: Guðbjartur Andrésson, Arinbjörg Kristinsdóttir og Sigrún Halldórsdóttir.
Krakkarnir og kennari þeirra fylgjast með Kristni Finnsyni inni á dagdeild.