Góðviðrisins notið

Undanfarna daga hefur verið frábært veður á Akranesi og hafa íbúar Höfða og dagdeildarfólk notað það til gönguferða um nágrennið. Í næstu viku bætist við ný gönguleið þegar Samfélagsstígurinn verður tekinn í notkun, en han liggur frá lóð Höfða og niður á Sólmundarhöfðann. Þessa dagana er verið að ljúka við smíði sólpalls við stíginn og verður þarna útivistarparadís.

 

Í gær tóku margir þátt í útileikjum; golfpútti, keilukasti o.fl. á nýju aðstöðunni sunnan við viðbygginguna. Þar eru einnig stórir gróðurkassar með jarðarberjaplöntum, kryddjurtum og káli og fylgjast íbúar Höfða vel með hvernig til tekst með ræktunina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *