Í dag heimsóttu Höfða 33 eldri borgarar úr Borgarfirði. Gestirnir skoðuðu starfsemi Höfða og litu inn í nokkrar íbúðir. Margir íbúar Höfða þekktu einhvern gestanna og urðu fagnaðarfundir og gömul kynni rifjuð upp.
Að lokinni skoðunarferð um húsið þáðu gestirnir veitingar í samkomusal. Þar sagði framkvæmdastjóri frá uppbyggingu og starfsemi Höfða og Davíð Pétursson á Grund
þakkaði fyrir hönd hópsins góðar móttökur og færði heimilinu að gjöf geisladisk með
borgfirskum lögum.