Í gær heimsótti Höfða rúmlega 20 manna hópur frá Qagortog, vinabæ Akraness í Grænlandi. Hópurinn skoðaði heimilið og lýsti mikilli aðdáun á aðbúnaði öllum.
Að lokinni skoðun sungu Grænlendingarnir og dönsuðu þjóðdansa í samkomusal Höfða. Ung stúlka lék á fiðlu og kona á níræðisaldri lék á harmonikku. Undirtektir íbúa Höfða voru frábærar og klöppuðu þeir listamennina upp aftur og aftur.
Að lokum bauð Höfði gestunum upp á kaffi og meðlæti.
Halla Jónsdóttir í góðum félagsskap grænlensku gestanna.
Gestirnir sýndu grænlenska dansa.
Grænlendingarnir sýndu þjóðdansa í þjóðbúningum.
Grænlensku gestirnir.
Vel fór á með Tómasi Sigurðssyni og grænlensku blómarósunum.
Sungið við undirleik ungs fiðluleikara. Ása Ólafsdóttir situr næst ræðustólnum.
Dansað af innlifun.
Tómas Sigurðsson og Jónína Finsen til vinstri og Steinunn Jósefsdóttir til hægri fylgjast með dansinum.
Tómas Sigurðsson alsæll með grænlensku meyjunum.
Grænlendingarnir sungu nokkur lög. Steinunn Jósefsdóttir til vinstri og Ása Ólafsdóttir til hægri.
Myndarlegir Grænlendingar.
Dans, dans, dans
Kórsöngur
Grænlendingarnir á svölum Höfða.
Vel var mætt í samkomusalinn til að horfa á skemmtiatriði Grænlendinganna.
Hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Tómas Jónsson til vinstri fylgjast með dansinum.
Grænlenskur harmonikkuleikari.
Sungið og spilað.
Grænlensk börn fylgdu hópnum.
Í fremsu röð frá vinstri: Sigríður Guðmundsdóttir, Jónína Finsen, ? , Magni Ingólfsson, Björn Sigurjbjörnsson, Jón Ákason, Halla Jónsdóttir, ? , Ragnar Guðmundsson.