Í gær heimsótti Höfða rúmlega 20 manna hópur frá Qagortog, vinabæ Akraness í Grænlandi. Hópurinn skoðaði heimilið og lýsti mikilli aðdáun á aðbúnaði öllum.
Að lokinni skoðun sungu Grænlendingarnir og dönsuðu þjóðdansa í samkomusal Höfða. Ung stúlka lék á fiðlu og kona á níræðisaldri lék á harmonikku. Undirtektir íbúa Höfða voru frábærar og klöppuðu þeir listamennina upp aftur og aftur.
Að lokum bauð Höfði gestunum upp á kaffi og meðlæti.