Góð kartöfluuppskera

Í vor setti Baldur Magnússon nokkrar kartöflur niður í fína blómareit sjúkraþjálfaranna. Sigurður Halldórsson hefur séð um að vökva kartöflugrösin og halda þeim í standi í sumar.

 

Í gær var svo tekið upp og var uppskeran tólfföld. Nýju kartöflurnar voru bornar fram í mötuneytinu í gær og smökkuðust vel. Sérstaklega þótti þeim Baldri og Sigurði þær góðar.