Í morgun komu fjórir nemendur Grundaskóla í heimsókn á Höfða og færðu heimilinu forkunnarfagran handunninn engil og skreyttan poka, en hvort tveggja var unnið af nemendum skólans.
Nemendur Grundaskóla hafa heimsótt Höfða fyrir hver jól í fjölda ára og fært heimilinu fallega hluti gerða af nemendum. Þessar góðu gjafir prýða Höfða.
Höfði færir nemendum Grundaskóla kærar þakkir fyrir þessar góðu gjafir og þann hlýhug sem þeim fylgja.
Mynd frá vinstri: Elsa María Gunnlaugsdóttir, Eva Ösp Sæmundsdóttir, Særós Ýr Þráinsdóttir, Guðrún Ýr Bjarnadóttir og Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla.