Gjöf frá Lionsklúbbi Akraness

Frá afhendingu Ipad spjaldtölvanna. F.v. Benjamín Jósefsson, Kjartan Kjartansson, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir og Ólafur Grétar Ólafsson.

Þeir komu færandi hendi forsvarsmenn Lionsklúbbs Akraness í gær þegar þeir gáfu Höfða að gjöf fjórar Ipad spjaldtölvur, ásamt heyrnartólum. Það voru þau Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri og Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri sem veittu gjöfinni viðtöku. Að sögn Benjamíns Jósefssonar hjá Lionsklúbbi Akraness ákvað klúbburinn að bregðast skjótt við í ljósi þess að heimsóknabann er í gildi. Tækin eiga að auðvelda að íbúar á Höfða geti haft samskipti í gegnum tölvurnar við vini og venslafólk heima fyrir. Benjamín gat þess einnig að verslunin Omnis á Akranesi hafi bæði gefið klúbbnum veglegan afslátt af tækjakaupunum en auk þess gefur verslunin hulstur til að hlífa tækjunum við hnjaski.

Við á Höfða viljum færa Lionsmönnum kærar þakkir fyrir gjöfina sem mun koma sér vel fyrir íbúa heimilisins.