
Í gærkvöldi var Lionsklúbbur Akraness með félagsfund í Höfðasal og við það tilefni færði klúbburinn Höfða að gjöf SimplyGo ferðasúrefnissíu.
Það var Ólafur Eyberg Guðjónsson stjórnarmaður í Líknarsjóði Lkl.Akraness sem afhenti Kjartani Kjartanssyni framkvæmdastjóra Höfða formlega súrefnistækið.
Í máli Kjartans við afhendinguna kom fram að ferðasúrefnissían auki mjög lífsgæði íbúa Höfða sem þurfa á súrefnisgjöf að halda. Kjartan þakkaði Lionsmönnum fyrir höfðinglega gjöf og þann hlýhug sem fylgir gjöfinni.