Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Ný stjórn Höfða

Nú að afloknum sveitarstjórnarkosningum hafa sveitarstjórnir Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar kosið eftirfarandi aðilar í stjórn Höfða til næstu fjögurra ára.

Fyrir Akraneskaupstað:

Aðalmenn:

Elsa Lára Arnardóttir, formaður

Björn Guðmundsson

Kristjana Helga Ólafsdóttir

Varamenn:

Karitas Jónsdóttir

Kristján Sveinsson

Einar Brandsson

Fyrir Hvalfjarðarsveit:

Aðalmaður í stjórn Helgi Pétur Ottesen

og til vara Helga Harðardóttir.

Aðalfundur

Aðalfundur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árið 2017 verður haldinn í Höfðasal miðvikudaginn 30. maí 2018 kl. 17.00.

Dagskrá:

1) Skýrsla stjórnar

2) Reikningar

3) Önnur mál  

 

Allir velkomnir

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

 

 

Fundur með aðstandendum íbúa

Fimmtudaginn 15. mars kl. 17 verður haldinn fundur með aðstandendum íbúa Höfða í Höfðasal.

 Dagskrá:

  • Handbók fyrir íbúa hjúkrunarheimila; Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri.
  • Breytingar á Höfða; Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri.
  • Væntumþykja í verki; Hildur A. Ingadóttir sjúkraþjálfari.
  • Önnur mál.
  • Fundi slitið.

Að loknum erindum verður boðið upp á kaffi og umræður.

Við vonum að sem flestir ykkar geti mætt á fundinn.

Höfðingleg gjöf til Höfða

Í gær kom Guðrún A. Sveinsdóttir frá Skaganum 3X og færði Höfða að gjöf EKG hjartalínuritstæki af fullkomnustu gerð en eldri tæki heimilisins var úr sér gengið.

Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri veiti gjöfinni viðtöku.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skaginn 3X styður við starfsemi Höfða, fyrir nokkrum misserum færði fyrirtækið Höfða að gjöf tvær loftdýnur ásamt dælum.

Við á Höfða viljum þakka eigendum Skagans 3X fyrir höfðinglegar gjafar og þann hlýhug sem þeir bera til heimilisins.  Allar þessar gjafir munu nýtast vel á Höfða.

 

40 ára afmæli Höfða

Föstudaginn 2. febrúar verða liðin 40 ár frá því að Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili tók til starfa. Í tilefni af þeim merku tímamótum verður opið hús á Höfða þann dag á milli kl. 14 og 16. Þar gefst fólki kostur á að skoða heimilið og fá sér kaffi og kleinur í leiðinni.

Í meðfylgjandi hlekk er stiklað á því helsta í sögu Höfða síðastliðin 10 ár.

40 ára afmæli Höfða

Jólaball 2017

[vc_row][vc_column][vc_column_text]Í gær var haldið hið árlega jólaball á Höfða fyrir íbúa, starfsmenn og afkomendur. Höfðasalurinn var fullur af gestum, sá yngsti eins árs, sá elsti á tíunda áratugnum, og skemmtu sér allir konunglega.

Tveir jólasveinar komu í heimsókn og færðu börnunum poka með góðgæti. Bjórbandið spilaði gömlu góðu jólalögin og gestirnir dönsuðu kringum jólatréð.

Að balli loknu þáðu gestir veitingar í boði Höfða.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Helgihald um hátíðarnar

 Nú um hádegisbilið var Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni með helgistund í Höfðasal þar sem börn hennar og barnabörn sungu jólasálma og léku undir, en það er árvisst að afkomendur djáknans annast tónlistarflutning í helgistund á aðfangadag. Á annan í jólum verður hátíðarguðsþjónusta kl. 12.45 þar sem sr. Eðvarð Ingólfsson predikar og kór Akraneskirkju syngur við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar. Á gamlársdag verður svo helgistund djákna kl. 11.30, en þar mun kór Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd syngja.

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Íbúar og starfsfólk Höfða.