Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra heimsótti Höfða í hádeginu í gær. Hann heilsaði upp á íbúa og starfsfólk og kynnti stefnumál síns flokks í komandi þingkosningum.
Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized
Söngnemar skemmta Höfðafólki
Í gær héldu 5 söngnemar úr Tónlistarskóla Akraness tónleika á Höfða. Þau Auður, Liv, Magnús Daði, Stefán Hrafn og Valdís sungu tvö lög hvert við undirleik Zsuzsanna Budai og undir stjórn kennara síns Sigríðar Elliðadóttur. Að lokum sungu þau svo fjöldasöng með íbúum Höfða.
Formaður Landssambands eldri borgara heimsækir Höfða
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssambands eldri borgara heimsótti Höfða í dag. Hún skoðaði heimilið í fylgd framkvæmdastjóra og húsmóður og heilsaði upp á íbúa, dagdeildarfólk og starfsfólk.
Frambjóðendakynning VG
Frambjóðendur VG, þeir Lárus Ástmar Hannesson í 2.sæti og Reynir Eyvindarson í 4.sæti, heimsóttu Höfða í morgun. Þeir skoðuðu heimilið og heilsuðu upp á íbúa, dagdeildarfólk og starfsfólk.
Bíó og pizza
Í gærkvöldi bauð Höfði starfsmönnum og mökum á einkasýningu á nýrri íslenskri kvikmynd ÓFEIGUR GENGUR AFTUR í Bíóhöllinni. Fyrir sýningu var boðið upp á pizzahlaðborð á Gamla kaupfélaginu.
Yfir 120 manns mættu á sýninguna og skemmtu sér vel.
Frambjóðendakynning Regnbogans
Frambjóðendur Regnbogans, þau Jón Bjarnason í 1.sæti, Arnþrúður Heimisdóttir í 2.sæti og Jón Jónsson í 13.sæti, heimsóttu Höfða í morgun og heilsuðu upp á íbúa, dagdeildarfólk og starfsfólk.
Frambjóðendur Framsóknarflokksins í heimsókn
Frambjóðendur í 2.-4.sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í komandi Alþingiskosningum, þau Ásmundur Einar Daðason, Elsa Lára Arnardóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir, heimsóttu Höfða síðdegis í dag og spjölluðu við íbúa og starfsmenn.
Framboðskynning sjálfstæðisflokksins
Frambjóðendur í þremur efstu sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi Alþingiskosningum, þau Einar K.Guðfinnsson, Haraldur Benediktsson og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, heimsóttu Höfða í dag.
Þau heilsuðu upp á íbúa, dagdeildarfólk og starfsmenn og ræddu við framkvæmdastjóra um starfsemi heimilisins.
Messað á Höfða
Sr. Eðvarð Ingólfsson messaði á Höfða í gær. Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni þjónaði fyrir altari. Þetta var annasamur dagur hjá þeim því áður hafði Sr. Eðvarð með aðstoð Ragnheiðar fermt tvo hópa fermingarbarna.
Messur eru að jafnaði einu sinni í mánuði á Höfða og Ragnheiður djákni er svo með vikulegar helgistundir. Góð aðsókn er að helgihaldinu.
Helgi Daníelsson tók myndirnar.
Næringarfræðingur á Höfða
Dr. Ólöf Helga Jónsdóttir hefur tekið að sér næringarráðgjöf fyrir Höfða. Hún mun yfirfara matseðla og veita bryta ráðgjöf varðandi sérfæði.






