Nýlokið er hinu árlega Boccia móti Höfða. Að þessu sinni tóku 7 sveitir þátt og var hörð keppni um 1.sætið. Sveitin Ernir sigraði með 27 stig, en sveitina skipuðu Björn Gústafsson, Tómas Sigurðsson og Guðrún Kjartansdóttir. Í öðru til þriðja sæti með 25 stig urður sveitirnar Folar, skipuð Kristjáni Pálssyni, Auði Elíasdóttur og Guðrúnu Jónsdóttur, og sveitin Rúsínur, skipuð Kjartani Guðmundssyni, Ragnari Leóssyni og Lúðvík Björnssyni.
Verðlaunaafhending fór fram í mótslok og fengu 3 efstu sveitirnar verðlaunagripi. Edda, Valey og Adda voru dómarar og stjórnuðu mótinu af röggsemi og léttleika.
Ein starfsmannasveit tók þátt í mótinu og komst ekki með tærnar þar sem íbúarnir höfðu hælana og lenti í næst neðsta sæti.