Í dag var haldið fræðslunámskeið um sóttvarnir á Höfða. Fyrirlesari var Ása Atladóttir frá Landlæknisembættinu.
Yfir 60 starfsmenn tóku þátt í námskeiðinu sem var mjög fróðlegt.
Í dag var haldið fræðslunámskeið um sóttvarnir á Höfða. Fyrirlesari var Ása Atladóttir frá Landlæknisembættinu.
Yfir 60 starfsmenn tóku þátt í námskeiðinu sem var mjög fróðlegt.
HÖFÐI óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 80% starf. Upplýsingar gefur Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri, sími 433 4300, netfang: hjukrun@dvalarheimili.is
Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist fyrir 30.janúar n.k.
Í gær færðu afkomendur hjónanna Sigrúnar Stefánsdóttur og Tómasar Jónssonar Höfða fallegt málverk eftir Bjarna Þór Bjarnason að gjöf til minningar um foreldra sína, en þau bjuggu á Höfða frá 1999. Tómas lést 2006 og Sigrún í fyrradag.
Í dag færðu hjónin Magnús Villi Vilhjálmsson og Sigrún Jóhannsdóttir Höfða að gjöf málverk til minningar um Guðmund Magnús Vilhjálmsson „Magga í Efstabæ“ en hann var bróðir gefandans. Á myndinni er Maggi um borði í bát sínum Sæljóni AK 24 sem hann gerði út frá Akranesi um langt árabil. Maggi bjó síðustu æviárin á Höfða.
BASKI (Bjarni Skúli Ketilsson) málaði myndina.
Íbúar, starfsmenn og stjórn Höfða senda lesendum heimasíðunnar bestu kveðjur og óskir um gott og farsælt komandi ár.
Í gær var haldið jólaball á Höfða fyrir íbúa, starfsmenn og afkomendur. Höfðasalurinn var troðfullur af gestum, sá yngsti eins árs, sá elsti á tíunda áratugnum, og skemmtu sér allir konunglega. Tveir jólasveinar komu í heimsókn og færðu börnunum poka með góðgæti. Bjórbandið spilaði gömlu góðu jólalögin og gestirnir dönsuðu kringum jólatréð. Að balli loknu þáðu gestir veitingar í boði Höfða.
Í morgun var Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni með helgistund í Höfðasal þar sem börn hennar og barnabörn sungu jólasálma og léku undir, en það er árvisst að afkomendur djáknans annast tónlistarflutning í helgistund á aðfangadag.
Á annan í jólum verður hátíðarguðsþjónust kl. 12,45 þar sem sr. Eðvarð Ingólfsson predikar og kór Akraneskirkju syngur við undirleik kórstjórand Sveins Arnars Sæmundssonar.
Á gamlársdag verður svo helgistund djákna kl. 11,30, en þar mun kór Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd syngja.
Í gærkvöldi buðu starfsmenn á 2.og 3.hæð íbúum til samverustundar í aðdraganda jóla. Starfsmennirnir komu með margskonar góðgæti að heiman og buðu íbúunum. Mikil ánægja var með þessa notalegu kvöldstund og þetta skemmtilega framtak starfsmannanna.
Í gær hélt Hljómur, kór eldri borgara, söngskemmtun á Höfða við góðar undirtektir Höfðafólks og gesta. Stjórnandi kórsins er Valgerður Jónsdóttir.
Grundartangakórinn hélt sína árlegu jólatónleika á Höfða í gær. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson og einsöngvarar Bjarni Atlason, Guðlaugur Atlason og Smári Vífilsson. Undirleik önnuðust Flosi Einarsson á píanó og Maron Baldursson á trommu.
Tónleikarnir voru vel sóttir að vanda, setið í hverju sæti í Höfðasal og mikið klappað. Adda þakkaði kórfélögum fyrir komuna og tryggð þeirra við íbúa Höfða og sagði að söngur kórsins gerði alltaf jafn mikla lukku hjá Höfðafólki. Þetta mun vera 30.árið í röð sem kórinn syngur á Höfða og undanfarin ár að jafnaði tvisvar á ári.