Allar færslur eftir user7sj1fc4mt

Bíó og pizza

Í gærkvöldi bauð Höfði starfsmönnum og mökum á einkasýningu á nýrri íslenskri kvikmynd ÓFEIGUR GENGUR AFTUR í Bíóhöllinni. Fyrir sýningu var boðið upp á pizzahlaðborð á Gamla kaupfélaginu.


Yfir 120 manns mættu á sýninguna og skemmtu sér vel.

Messað á Höfða

Sr. Eðvarð Ingólfsson messaði á Höfða í gær. Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni þjónaði fyrir altari. Þetta var annasamur dagur hjá þeim því áður hafði Sr. Eðvarð með aðstoð Ragnheiðar fermt tvo hópa fermingarbarna.

 

Messur eru að jafnaði einu sinni í mánuði á Höfða og Ragnheiður djákni er svo með vikulegar helgistundir. Góð aðsókn er að helgihaldinu.

 

Helgi Daníelsson tók myndirnar.