Hestamenn frá Akranesi og nágrenni komu í árlega heimsókn sína á sumardaginn fyrsta og færðu heimilisfólki blóm. Skúli Ketilsson tók við blómunum fyrir hönd heimamanna
Hestamenn frá Akranesi og nágrenni komu í árlega heimsókn sína á sumardaginn fyrsta og færðu heimilisfólki blóm. Skúli Ketilsson tók við blómunum fyrir hönd heimamanna
6 íslenskir, sænskir og bandarískir landslagsarkitektar heimsóttu Höfða á sumardaginn fyrsta. Erindi þeirra var að skoða umhverfi heimilisins. Margrét A.Guðmundsdóttir tók á móti þeim. Gestirnir voru mjög hrifnir af Höfða og umhverfi heimilisins. Þær þáðu kaffi og brugðu sér á hestbak með hestamönnum sem koma árlega í heimsókn á Höfða á sumardaginn fyrsta.
Jón Bjarnason alþingismaður NV-kjördæmis heimsótti Höfða í dag. Jón skoðaði heimilið og spjallaði við íbúa og gesti. Með honum í för var Gunnlaugur Haraldsson, en hann sat í stjórn Höfða 1982-1990 og var formaður framkvæmdanefndar þegar 2.áfangi Höfða var byggður.
Bjarni Guðmundsson varð níræður í dag. Honum eru færðar hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Tómas Jónsson hélt upp á níræðisafmæli sitt í dag í samkomusal Höfða þar sem mikill fjöldi gesta samfagnaði honum.
Honum eru færðar hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Bryndís Guðmundsdóttir hætti störfum í dag eftir tæplega 23 ára starf í eldhúsi Höfða og áður í umönnun. Íbúar kvöddu Bryndísi og færðu henni blóm í þakklætisskyni fyrir góða viðkynningu og elskulegheit.
Sveinn Guðbjarnason flutti á Höfða um helgina. Hann býr í íbúð 259.
Sveinn er boðin velkomin á Höfða.
Í kvöld var hið mánaðarlega spilakvöld sjúkravina á Höfða. Þátttaka var bærileg, enda margir sem hafa gaman af að taka í spil.
Í dag sungu Auður Árnadóttir, Friðrika Bjarnadóttir, Hulda Óskarsdóttir og Sigríður Ketilsdóttir á hjúkrunardeild Höfða. Þessar heiðurskonur, sem á Höfða ganga undir nafninu söngsystur, heimsækja hjúkrunardeildina reglulega og gera jafnan mikla lukku.
Hið sívinsæla Bingó var spilað í dag, en það er jafnan haldið 1-2 í mánuði og alltaf er vel mætt.
Bingóstjóri hefur verið hin röggsama Margrét Adda og eru góðir vinningar í boði.