Allar færslur eftir user7sj1fc4mt

Síðasti fundur stjórnar Höfða

Síðasti fundur núverandi stjórnar Höfða var haldinn í gær. Ný stjórn verður kosin n.k. þriðjudag. Samkvæmt nýrri skipulagsskrá fyrir Dvalarheimilið Höfða fækkar stjórnarmönnum þá úr fimm í fjóra.

Mynd, talið frá vinstri: Inga Sigurðardóttir, Anton Ottesen, Hallveig Skúladóttir, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Benedikt Jónmundsson.

Heimsókn frá Borgarspítala.

S.l. föstudag heimsóttu Höfða 19 starfsmenn B-deildar Borgarspítala. Heimsóknin var liður í fræðsludegi deildarinnnar. Sigurbjörg Halldórsdóttir hjúkrunarforstjóri tók á móti gestunum, sýndi þeim heimilið og sagði frá starfsemi Höfða.

Norðlenskir sjúkraliðar í heimsókn.

Í gær heimsóttu Höfða 21 sjúkraliði frá Sauðárkróki, Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga. Rakel Gísladóttir trúnaðarmaður sjúkraliða á Höfða og Sigurbjörg Halldórsdóttir hjúkrunarforstjóri tóku á móti þeim og kynntu starfsemi Höfða.

Að lokinni skoðunarferð um Höfða hittu norðlendingarnir nokkra sjúkraliða af Höfða og Sjúkrahúsi Akraness og ræddu við þá yfir kaffibolla.

Grillveisla starfsmanna.

Starfsmannafélag Höfða bauð til grillveislu í Garðakaffi í fyrrakvöld. Bjarni kokkur grillaði nokkur lambalæri í holu sem hann og Baldur grófu bak við safnaskálann. Yfir 40 starfsmenn mættu og skemmtu hver öðrum til miðnættis. Frábær matur og góð stemning gerðu þessa kvöldstund eftirminnilega.

Fyrirlestur um heilabilun.

Svava Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá fyrirtækinu NORDIC LIGHTS í Kaupmannahöfn flutti fyrirlestur sem hún nefndi “Reiði skjólstæðingurinn” á Höfða í dag. Fyrirlesturinn fjallaði um atferlis- og hegðunarvandkvæði fólks með heilabilunareinkenni.

Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur af starfsfólki Höfða sem lagði margar spurningar fyrir Svövu og fékk við þeim greið svör.

Framboðskynning Frjálslynda flokksins.

Frjálslyndi flokkurinn kynnti stefnumál sín í komandi bæjarstjórnarkosningum á Höfða í dag. Frambjóðendur í fjórum efstu sætum listans, Karen Jónsdóttir, Magnús Þór Hafsteinsson, Rannveig Bjarnadóttir og Sæmundur Halldórsson ásamt Guðjóni A.Kristjánssyni alþingismanni kynntu sér starfsemi heimilisins og spjölluðu við íbúa og starfsmenn.

Framboðskynning Samfylkingarinnar.

Samfylkingin kynnti stefnumál sín í komandi bæjarstjórnarkosningum á Höfða í dag. Frambjóðendur í öðru og fjórða sæti listans, Hrönn Ríkharðsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanni, kynntu sér starfsemi Höfða og spjölluðu við íbúa og starfsmenn.

Framboðskynning Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn kynnti stefnumál sín í bæjarstjórnakosningunum á Höfða í dag. Frambjóðendur í öðru og þriðja sæti listans, Sæmundur Víglundsson og Eydís Aðalbjörnsdóttir, ásamt Gísla S.Einarssyni bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins spjölluðu við íbúa og starfsmenn og kynntu sér starfsemi Höfða.