Í gær heimsóttu frambjóðendur Frjálslynda flokksins Höfða.
Guðjón A.Kristjánsson, Kristinn H.Gunnarsson og Ragnheiður Ólafsdóttir ræddu við íbúa og starfsmenn og kynntu stefnu flokksins í þingkosningunum 12.maí n.k.
Í gær heimsóttu frambjóðendur Frjálslynda flokksins Höfða.
Guðjón A.Kristjánsson, Kristinn H.Gunnarsson og Ragnheiður Ólafsdóttir ræddu við íbúa og starfsmenn og kynntu stefnu flokksins í þingkosningunum 12.maí n.k.
Í gær vígði biskup Íslands Ragnheiði Guðmundsdóttur djákna við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni. Sr. Eðvarð Ingólfsson var meðal vígsluvotta ásamt Þorbirni Hlyn Árnasyni prófasti.
Fjöldi starfsmanna Höfða var viðstaddur athöfnina, en að henni lokinni bauð Ragnheiður öllum heim þar sem hún bauð upp á glæsilegar veitingar. Þar var samankominn mikill fjöldi samstarfsmanna, vina, ættingja og sveitunga Ragnheiðar til að samfagna henni.
Ragnheiður verður síðan sett inn í embætti við guðsþjónustu á Höfða 11.mars n.k. og hefur störf sem djákni á Höfða í framhaldi af því.
Hin árlega Höfðagleði var haldin í kvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn, læknar og stjórn Höfða, alls 170 manns. Margrét A.Guðmundsdóttir setti skemmtunina og stjórnaði henni. Borin var fram þríréttuð veislumáltíð sem samanstóð af sjávarréttasúpu, lambafille og desert. Var almenn ánægja með þennan frábæra mat sem Bjarni bryti og hans fólk reiddi fram.
Undir borðum stjórnaði Hallgrímur Árnason fjöldasöng, dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu glæsilega vinninga í boði Einars Ólafssonar kaupmanns.
Guðjón Guðmundsson og Margrét A.Guðmundsdóttir fóru með gamanmál, leynigestur kom fram og spurðu Sigurður Halldórsson og Sjöfn Jóhannesdóttir hann spjörunum úr og fundu að lokum út hver hann var ; Ásmundur Ólafsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Höfða. Sigursteinn Hákonarson söng nokkur lög við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar og endaði að sjálfsögðu á Angeliu eftir kröftugt uppklapp. Ásmundur Ólafsson rifjaði upp ferð starfsmanna til Edinborgar og fór með þjóðsöng Kolbeinseyjar sem Höfðafólk hafði sungið fyrir Skotana. Elton John kom í heimsókn, leikinn af Elísabetu Ragnarsdóttur, með aðstoð nýútskrifaðra lífvarða úr lífvarðaskóla ríkisins, Baldurs Magnússonar og Magga G.Ingólfssonar.
Að lokum var dansað til miðnættis við undirleik, Jóns Heiðars Magnússonar, Geirs Guðlaugssonar og Sirrýjar Indriðadóttur.
Mikil ánægja var með veitingar, skemmtiatriði og músík og tókst Höfðagleðin því í alla staði mjög vel.
Þrír nýir íbúar hafa flutt á Höfða síðustu tvær vikur. Hörður Jónsson í íbúð 266, Vigfús Sigurðsson í íbúð 268 og Helga Gísladóttir í íbúð 105.
Þau eru boðin velkomin á Höfða.
Í gær hélt Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, forstöðumaður Fríðuhúss erindi á Höfða um gildi sérhæfðrar dagþjálfunar fyrir einstaklinga með heilabilun.
Fjölmargir starfsmenn Höfða hlýddu á erindi Sigríðar Lóu sem var sérlega áhugavert og vel fram sett.
Kaffihúsakvöld var haldið á Höfði í gær frá kl. 20-22. Aðsókn var mjög góð og létt yfir fólki.
Ingibjörg, María og Adda afhentu verðlaun fyrir Boccia mótið. Guðjón þakkaði þeim fyrir undirbúning og framkvæmd mótsins sem tókst í alla staði mjög vel.
Fiðlusveit tónlistarskólans lék undirstjórn Ragnars Skúlasonar. Mikil ánægja var með þetta skemmtiatriði. Guðjón og Adda fóru með kveðskap og gamanmál og Einar Þóroddsson fór með kveðskap sem orðið hafði til í skógræktarferð í hans sveit.
Þetta kaffihúsakvöld tókst í alla staði mjög vel.
Undanúrslit og úrslit voru í dag.
Fjögur efstu liðin voru:
FOLAR: Valgerður, Bjarney og Skúli K.
NAGLAR: Diddi, Halla, Sjöfn.
Mánar: Gunnar, Sigrún H., Einar.
ERNIR: Bára, Siggi B, Hákon.
Keppnin var æsispennandi og fóru leikar sem hér segir.
FOLAR: 2 – MÁNAR: 7
NAGLAR: 8 – ERNIR: 3
Úrslit:
MÁNAR: 1 – NAGLAR: 12
ERNIR: 3 – FOLAR: 6
NAGLAR urðu því sigurvegarar og röð 4ja efstu liða sem hér segir:
1.)NAGLAR
2.)MÁNAR
3.)FOLAR
4.)ERNIR
Verðlaunaafhending verður á kaffihúsakvöldi í kvöld.
STRÁIN 1 – ERNIR 6
ERNIR komust áfram með 12. stig
Í dag var haldið hið árlega þorrablót Höfða. Boðið var upp á hefðbundinn þorramat og snafs. Almenn ánægja var með matinn sem var sérstaklega góður.
Um áramótin sameinaðist STAK Starfsmannafélagi Reykjavíkur (St.Rv.). Á Höfða starfa flestir STAK félagar, alls 59 manns.
Formaður St.Rv. Garðar Hilmarsson og varaformaður Jakobína Þórðardóttir, heimsóttu Höfða í gær og kynntu sér starfsemi heimilisins. Með þeim í för var Valdimar Þorvaldsson, sem verið hefur formaður STAK síðustu árin.
Gestirnir spjölluðu við starfsmenn í hinum ýmsu deildum Höfða og ræddu við framkvæmdastjóra. Emilía Petrea Árnadóttir tók á móti gestunum, en hún hefur átt sæti í stjórn Stak undanfarin ár.