Í ljósi stöðunnar á
smitum vegna COVID-19 á Akranesi og nágrenni, höfum við stjórnendur Höfða,
ákveðið að framlengja heimsóknarbanni á Höfða.
Við horfum til þess
að þessi ráðstöfun vari að óbreyttu a.m.k. til og með 26. október nk.
Staðan verður
endurmetin eftir þörfum og hlutaðeigandi upplýstir um leið og einhver breyting
verður. Þessi ákvörðun er sem fyrr tekin
með hagsmuni íbúa á Höfða að leiðarljósi.
Eingöngu verða veittar undanþágur í tilfellum þar sem um alvarleg
veikindi er að ræða eða ef einstaklingur er kominn á lífslokameðferð.
Við þökkum kærlega fyrir þann skilning og hlýhug sem íbúar og
aðstandendur hafa hingað til sýnt í orði og verki.
Í ljósi þess að
smitum á Akranesi fjölgar hratt vegna COVID-19 ásamt aðilum í sóttkví, höfum
við stjórnendur Höfða, ákveðið að loka fyrir heimsóknir inn á Höfða frá með kl.
16.00 föstudaginn 9.10.2020.
Við horfum til þess
að þessi ráðstöfun vari að óbreyttu amk til og með 19. október nk.
Staðan verður
endurmetin eftir þörfum og hlutaðeigandi upplýstir um leið og einhver breyting
verður. Þessi ákvörðun er sem fyrr tekin
með hagsmuni íbúa á Höfða að leiðarljósi.
Eingöngu verða veittar undanþágur í tilfellum þar sem um alvarleg
veikindi er að ræða eða ef einstaklingur er kominn á lífslokameðferð.
Við þökkum kærlega fyrir þann skilning og hlýhug sem íbúar og
aðstandendur hafa hingað til sýnt í orði og verki.
Ríkislögreglustjóri
hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnarlækni vegna
sýkinga af völdum COVID-19.
Því teljum við nauðsynlegt að bregðast við og herða heimsóknarreglur á Höfða til að vernda okkar viðkvæma hóp íbúa.
Heimild til heimsókna er einn gestur fyrir hvern íbúa, ein
klukkustund í senn milli kl: 14 og 16. Sá hinn sami þarf að vera nánast í
sjálfskipaðri sóttkví og passa sig sérstaklega.
Allir gestir koma
með sína eigin andlitsgrímu (maska). Skilyrði fyrir heimsókn.
Flest smit eru að á
aldrinum 18-29 ára. Við viljum biðja þann aldurshóp um að koma ekki í heimsókn.
Börn undir 18 ára mega ekki koma í heimsókn.
Við hvetjum
heimsóknargesti til að koma aðeins 2x í viku.
Undanþága er aðeins
veitt við mikil veikindi íbúa og í samráði við vaktstjóra og deildarstjóra
deildar.
Ekki er heimilt að
íbúi fari út í bíltúr eða í heimsókn með heimsóknargesti sínum.
Vinsamlega
kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:
Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:
Þú ert í sóttkví
Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
Heimsóknartími er frá klukkan 14 til 16 alla virka daga. Panta þarf tíma símleiðis hjá Sillu húsmóður í síma 856-4303 milli kl 11 og 12 virka daga. Tímarnir sem í boði eru eftirfarandi:
14:00
14:15
14:30
14:45
Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í
símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna
Starfsmaður mun taka á móti ykkur við
aðalinngang. Munið að þvo og/eða
spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki koma við neitt
í almannarýmum, farið beint inn til íbúa og beint út aftur. Muna eigin andlitsgrímu (maska).
Athugið að heimsóknin er til ættingja þíns,
staldrið ekki við til að ræða við aðra íbúa, ættingja eða starfsfólk. Ef þið
óskið frekari upplýsinga um heilsufar aðstandenda ykkar þá er betra að hringja
til að fá þær upplýsingar.
Virðið 2ja metra regluna og forðist
snertingu við íbúa eins og hægt er.
Athugið að
starfsfólk á deildum tekur ekki á móti tímapöntunum.
Ekki er heimilt að
koma í heimsókn utan heimsóknartíma og ávallt þarf að panta tíma fyrirfram.
Aðrar
breytingar sem verða frá 5. október 2020 á starfsemi Höfða
Iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun,
önnur þjálfun: Einstaklingsmeðferð verður fyrir íbúa og starfsfólk á heimilinu.
Einstaklingar utan úr bæ mega ekki koma inn á heimili til þjálfunar fyrr en
frekari tilslakanir verða. Í sal sjúkraþjálfunar er nauðsynlegt að halda 2ja
metra reglunni áfram og hámarksfjöldi í sal miðast við að þessi regla haldi.
Hópameðferð skal áfram vera takmörkuð við að einstaklingar í sama sóttvarnahólfi
séu saman við æfingar.
Hárgreiðsla og hársnyrting/fótaaðgerð og fótsnyrting: Er aðeins
leyfð fyrir heimilismenn og starfsmenn á hverjum tíma. Einstaklingar utan úr
bæ mega ekki koma inn á heimilið til að fá þessa þjónustu á sama tíma og íbúar
eru í sama rými. Gæta þarf vel að aðskilnaði íbúa frá utanaðkomandi gestum.
Almenna reglan er áfram að einstaklingar í sama sóttvarnahólfi fái þjónustu á
sama tíma.
Að lokum viljum við biðja
ættingja að virða tímatakmarkanir og halda sig eingöngu inn á herbergi ástvinar
síns.
ATHUGIÐ: Þessar reglur taka strax gildi og gilda á meðan
neyðarstig almannavarna varir
Heimsóknir eru leyfðar á
eftirfarandi tíma:
Frá kl. 14:00 til kl. 16:00 (vinsamlegast virðið þessa tímasetningu) svo
ekki komi til algjörrar lokunar
Allir gestir eru beðnir að virða 2 metra regluna
(nema maki)
Allir gestir þvo hendur sínar áður
en lagt er af stað og spritta hendur í inngangi heimila.
Eingöngu nánustu aðstandendur mega koma í heimsókn og almenna reglan er
að aðeins einn
komi í heimsókn á dag
Heimsóknargestir verða að fara eftir ítrustu leiðbeiningum um sóttvarnir
í samfélaginu og sérstaklega er mikilvægt að virða eftirfarandi:
Ekki vera í fjölmenni. Dæmi um hvað átt er hér við:
Ekki fara í stórar veislur, almenna reglan er að vera ekki í samkvæmi
þar sem fleiri en 10 koma saman.
Takmarka ferðir í verslanir. Ef þarft
að fara í verslun, ekki fara á háannatíma. Fara frekar snemma morguns eða
seinna um kvöld þegar minna er að gera.
Gestir mega ekki koma í heimsókn ef
þeir:
Eru í sóttkví.
Eru í einangrun( einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
Hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 7 dagar frá heimkomu.
Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar
frá útskrift.
Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverk, þreytu,
kviðverki, niðurgang ofl.).
Heimsóknargestir eiga að fara
beint inn og út úr herbergi aðstandenda og mega ekki dvelja í sameiginlegum
rýmum. Vinsamlega virðið að hér eru íbúar sem kjósa að vera í sóttkví frá
utanaðkomandi gestum og þetta er þeirra heimili.
Heimsóknargestur sem þarf að ná tali
af starfsmanni er beðin að hringja til hans og bíða svo inn á herbergi þar til
starfsmaður kemur til hans.
Heimsóknir eru leyfðar á eftirfarandi tíma: Frá kl. 14:00 til kl. 17:00 (vinsamlegast virðið þessa tímasetningu)
Allir gestir eru beðnir að virða 1 metra regluna (nema maki)
Allir gestir þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta hendur í inngangi heimila.
Eingöngu nánustu aðstandendur mega koma í heimsókn og almenna reglan er að einn til tveir gestir komi í heimsókn á dag (geta komið saman eða í sitt hvoru lagi innan heimsóknartímabilsins).
Heimsóknargestir verða að fara eftir ítrustu leiðbeiningum um sóttvarnir í samfélaginu og sérstaklega er mikilvægt að virða eftirfarandi:
Ekki vera í fjölmenni. Dæmi um hvað átt er hér við:
Ekki fara í stórar veislur, almenna reglan er að vera ekki í samkvæmi þar sem fleiri en 10 koma saman.
Takmarka ferðir í verslanir. Ef þarft að fara í verslun, ekki fara á háannatíma. Fara frekar snemma morguns eða seinna um kvöld þegar minna er að gera.
Gestir mega ekki
koma í heimsókn ef þeir:
Eru í
sóttkví.
Eru í
einangrun( einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
Hafa
dvalið erlendis og ekki eru liðnir 7 dagar frá heimkomu.
Hafa
verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá
útskrift.
Eru með
einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverk, þreytu, kviðverki, niðurgang
ofl.).
Heimsóknargestir eiga að fara
beint inn og út úr herbergi aðstandenda og mega ekki dvelja í sameiginlegum
rýmum. Vinsamlega virðið að hér eru íbúar sem kjósa að vera í sóttkví frá
utanaðkomandi gestum og þetta er þeirra heimili.
Heimsóknargestur sem þarf að ná tali af
starfsmanni er beðin að hringja til hans og bíða svo inn á herbergi þar til
starfsmaður kemur til hans.
Heimsóknir eru leyfðar á eftirfarandi tíma: Frá kl. 14:00 til kl. 16:00
Allir gestir eru beðnir að virða 2ja metra regluna (nema maki)
Allir gestir þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta hendur í inngangi heimila.
Eingöngu nánustu aðstandendur mega koma í heimsókn og almenna reglan er að einn gestur komi í heimsókn í einu. Stjórnendur heimila meta aðstæður og geta leyft 2 gestum að hámarki að koma inn á sama tíma á meðan að hættustig almannavarna er í gildi.
Heimsóknargestir verða að fara eftir ítrustu leiðbeiningum um sóttvarnir í samfélaginu og sérstaklega er mikilvægt að virða eftirfarandi:
Ekki vera í fjölmenni. Dæmi um hvað átt er hér við:
Ekki fara í stórar veislur, almenna reglan er að vera ekki í samkvæmi þar sem fleiri en 10 koma saman.
Takmarka ferðir í verslanir. Ef þarft að fara í verslun, ekki fara á háannatíma. Fara frekar snemma morguns eða seinna um kvöld þegar minna er að gera.
Ekki koma í heimsókn ef þú hefur dvalið erlendis síðustu 14 daga.
Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensulík einkenni eða ert í sóttkví/einangrun.
Ekki koma í heimsókn ef þú hefur umgengist einhvern sem er með flensulík einkenni eða hefur dvalið erlendis síðustu 14 daga.
Heimsóknargestir eiga að fara beint inn og út úr herbergi aðstandenda og mega ekki dvelja í sameiginlegum rýmum.
Heimsóknargestur sem þarf að ná tali af starfsmanni er beðin að hringja til hans og bíða svo inn á herbergi þar til starfsmaður kemur til hans.
Í ljósi þess að komið hefur upp hópsmit vegna COVID 19 á Akranesi er óhjákvæmlegt að herða heimsóknarreglur á Höfða að nýju.
Húsinu hefur verið lokað fyrir
utanaðkomandi gestum nema þeirra sem hingað sækja nauðsynlega þjónustu.
Heimilt er að koma í heimsókn frá 14
til 16 en einungis einn gestur í einu til hvers íbúa.
Gestur fer inn í herbergi íbúa og
dvelur þar á meðan heimsókn stendur.
Ekki er heimilt að dvelja í alrýmum
heimilisins eða ná sér í kaffi í sameiginlegu eldhúsi íbúa.
Húsinu verður lokað kl. 16 og þá eiga
gestir að hafa yfirgefið húsið.
Ef íbúi fer út af heimilinu og í
heimsókn út í bæ má hann einungis hitta einn aðstandanda.
Vinsamlega farið eftir þessum
tilmælum svo ekki komi til algjörrar lokunar heimilisins líkt og fyrr á árinu.
Við biðlum því til allra aðstandenda að virða þessar reglur.
Munið að hér býr viðkvæmasti hópurinn
og þessar reglur eru gerðar til að vernda íbúa heimilisins.
Alls ekki koma í heimsókn ef:
Þú ert í
sóttkví.
Þú ert í
einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
Þú hefur
verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
Í ljósi þess að nokkuð bakslag hefur komið í baráttu okkur Íslendinga við Kórónuveiruna COVID-19 viljum við ítreka heimsóknarreglur Höfða og vekjum athygli á nýjum takmörkunum:
Ættingjar og aðrir gestir sem hafa verið erlendis:
• Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins.
• Þótt COVID-19 sýnataka á landamærum hafi verið neikvæð hefur reynslan sýnt að
smit geta greinst eftir sýnatöku.
Áfram eru eftirfarandi heimsóknarreglur í gildi ásamt
nýjum takmörkunum:
Húsið er
opið fyrir gesti frá kl 13 – 20 alla daga.
Hámarksfjöldi
gesta í einu eru 4 einstaklingar.
Gestir
halda sig inni á herbergjum íbúa. Ekki í alrýmum deilda en mega hittast á 1.
hæð í alrýminu þar.
Íbúar og gestir mega fara út í garð að vild.
Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart
öðrum íbúum og starfsfólki.
Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn
til ættingja. Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri
heimsókn í lágmarki.
Þjónustuþegar í dagdvöl og heimilisfólk má
hittast.
Öll hólfaskipting íbúa og starfsmanna fellur
niður.
Alls ekki koma í heimsókn ef:
Þú ert í sóttkví.
Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu
úr sýnatöku.
Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14
dagar frá útskrift.
Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um
veikindi.
Ættingjar og aðrir gestir sem hafa verið
erlendis:
• Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14
daga frá komu til landsins.
• Þótt COVID-19 sýnataka á
landamærum hafi verið neikvæð hefur reynslan sýnt að smit geta greinst eftir sýnatöku.
Það er mikilvægt að hafa í huga að baráttan
gegn COVID-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt eins og reynsla
hefur kennt okkur. Ef það gerist þurfum við að grípa aftur til ákveðinna
aðgerða og takmarkana. Munið að ávallt þarf að sýna ýtrustu varkárni og virða
sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar
sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun, en það hefur einmitt sýnt sig að
þær skipta grundvallarmáli þegar verið er að forðast að smit berist á milli
einstaklinga.
Við óskum eftir að aðstandendur og gestir virði þessar
heimsóknarreglur svo ekki þurfi að koma til frekari aðgerða og takmarkanna.
Þann 2. júní fellur niður heimsóknabann á Höfða sem verið hefur
síðan 7. mars 2020 og húsið opnar að nýju fyrir gesti og utanaðkomandi
þjónustuaðila. Þó munu verða nokkrar takmarkanir sem verður aflétt í lok júní
ef allt gengur að óskum.
Húsið er opið fyrir gesti frá
kl 13 – 20 alla daga.
Hámarksfjöldi gesta í einu
eru 4 einstaklingar.
Gestir halda sig inni á
herbergjum íbúa. Ekki í alrýmum deilda en mega hittast á 1. hæð í alrýminu þar.
Íbúar og gestir mega fara út
í garð að vild.
Gestir skulu virða 2 metra
regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
Íbúum er heimilt að fara í
bíltúr og í heimsókn til ættingja. Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda
annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.
Þjónustuþegar í dagdvöl og
heimilisfólk má hittast.
Öll hólfaskipting íbúa og
starfsmanna fellur niður.
Við viljum áfram minna á eftirfarandi heimsóknarreglur:
Alls
ekki koma í heimsókn ef:
Þú ert í
sóttkví
Þú ert í
einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
Þú hefur
verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
Þú ert
með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.
Það er mikilvægt að hafa í huga að baráttan gegn COVID-19
er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt eins og reynsla hefur kennt
okkur. Ef það gerist þurfum við að grípa aftur til ákveðinna aðgerða og
takmarkana. Munið að ávallt þarf að sýna ýtrustu varkárni og virða
sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar
sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun, en það hefur einmitt sýnt sig að
þær skipta grundvallarmáli þegar verið er að forðast að smit berist á milli
einstaklinga.
Iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun verður heimil i sama formi og
fyrir 7. mars hjá íbúum og dagdvalarþegum Höfða.
Hárgreiðsla og fótsnyrting verður í sama formi og fyrir 7. mars
hjá íbúum og dagdvalarþegum Höfða.
Dagdvöl Höfða verður í sama formi og fyrir 7. mars.
Frá og með 8. júní verða eftirfarandi tilslakanir:
Kostgangarar
geta komið í hádegismat á Höfða.
Þjónustu
við aðra en íbúa Höfða og þjónustuþega dagdvalar verður heimil í sjúkraþjálfun,
hárgreiðslu og fótsnyrtingu.
Við bjóðum gesti velkomna og hlökkum til að opna heimilið
að nýju en biðjum þá um leið að virða þær fáu takmarkanir sem eftir eru.
Frá og með 20. maí er íbúum Höfða heimilt að fara í göngu í garðinum með ættingja sínum milli kl. 14 og 16 virka daga. Þetta er ekki tengt hinni vikulegu heimsókn heldur er þetta aukning við hana. Hámark í slíkri einstakri heimsókn eru 2 einstaklingar í einu. Hringja þarf á heimili viðkomandi íbúa og ákveða tíma sem ættingi ætlar í göngu með íbúa. Hafa skal í huga að starfsfólk þarf að undirbúa og klæða marga. Íbúi og ættingi hittast svo í anddyrinu út í garðinn á fyrstu hæð (ekki aðalinngangur). Ekki er gert ráð fyrir að fólk fari í bíltúra eða heimsóknir fyrr en eftir 2. júní.
Frá og með 20. maí verður 2ja metra nándarmörk milli íbúa og aðstandenda aflétt. Mörkin gilda áfram á milli gesta og annarra íbúa heimilisins.
Frá og með 25. maí mega íbúar fá til sín tvo gesti í einu tvisvar sinnum í viku. Sami háttur er hafður á varðandi tímapöntun það er að panta heimsóknartíma hjá deildarstjóra. Frá og með 25. maí verður heimilt að börn yngri en 14 ára komi í heimsókn.
Heimsóknartími er frá klukkan
14 til 16 alla virka daga. Panta þarf tíma símleiðis milli kl 11 og 12 virka
daga. Tímarnir sem í boði eru eftirfarandi:
14:00
14:15
14:30
14:45
15:00
Hafið
samband við deildarstjóra á viðkomandi deild og pantið heimsóknartíma.
1.
hæð. Kristín sími: 856-4308
2.
hæð. Lína sími: 856-4306
3.
hæð. Margrét sími: 856-4307
Áfram
eru í gildi eftirfarandi heimsóknarreglur:
Ekki panta heimsóknartíma og
alls ekki koma í heimsókn ef:
Þú ert í sóttkví
Þú ert í einangrun eða að
bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
Þú hefur verið í einangrun og
ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra
smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða
hertar á ný.
Frekari tilslakanir eftir 2. júní
verða kynntar fyrir mánaðarmót ef vel gengur.