Allar færslur eftir Bjarni Þór Ólafsson

Sláturgerð á Höfða

IMG_1494

Í gær var unnið í sláturgerð á Höfða með aðkomu íbúa og starfsmanna. Tekin voru 150 slátur. Fólk var einbeitt við sláturgerðina og handtökin fagmannleg og augljóst að margir þeirra sem að sláturgerðinni stóðu hafa tekið slátur allan sinn búskap.

Fyrsta sláturmáltíðin verður framreidd í dag fimmtudag, en slátrið er sívinsæll matur hjá íbúum og starfsfólki Höfða.

Yfirblandari í sláturgerðinni var Sigurlaug Garðarsdóttir.

Útiganga á Höfða

 

IMG_2144

Útigangan á Höfða í sumar hefur verið með hefðbundnu sniði.

Öllum íbúum og dagdeildarfólki sem vilja,  gefst kostur að komast út, hvort sem fólk gengur sjálft eða situr í hjólastól.

Nokkrir starfsmenn af deildum, úr sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og dagdeild eru með til aðstoðar. Nokkrir aðstaðdendur hafa  verið duglegir að koma með og hjálpa til.  Söknum þess að hafa  ekki  í sumar fengið krakka úr Vinnuskólanum til að hjálpa til að keyra fólki í hjólastólum í , en þau hafa virkilega verið  góð viðbót þannig  að fleiri komist út.  Höfum þó aðeins fengið aðstoð frá Rauða krossinum.

Góðar gönguleiðir eru kringum og við Höfða og eru þær farnar til skiptist og eftir því hvernig vindurinn blæs.   Á nokkrum leiðum eins og á stígnum fyrir ofan Langasand vantar þó tilfinnanlega fleiri bekki . Bekkir eru ótrúlega gott hvatningartæki sambandi við gönguferðir eldra fólks, og fólk fer gjarnan lengra og lengra þegar það veit af næsta bekk.

Sumarferð 2015

IMG_1412

Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin sl. mánudag. 55 manns tóku þátt í ferðinni, íbúar Höfða og dagdeildarfólk ásamt nokkrum starfsmönnum.

Lagt var af stað kl. 13 og ekið upp í Borgarnes með viðkomu í Ölveri. Í Borgarnesi var Safnahúsið heimsótt og skoðaðar sýningarnar „Börn í 100 ár“ og „Ævintýri fuglanna“. Að því loknu var ekið um Borgarnes og komið við á Borg á Mýrum. Síðan lá leiðin að Hótel Hamri þar sem boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð. Að lokum var ekið um Borgarfjarðarbrú og upp Andakíl, Skorradal og farið yfir Geldingadraga og sem leið lá heim á Skaga. Heim var svo komið kl. 18.15.

Hópurinn ferðaðist undir leiðsgögn Björns Inga Finsen og var leiðsögn hans að vanda bæði fróðleg og skemmtileg.

Kvennahlaup 2015 á Höfða

IMG_1318

Í dag var gengið í þriðja sinn kvennahlaup ÍSÍ frá Höfða, gengið var frá Höfða inn í Leyni og tilbaka. Þátttakendur voru um 40 og skapaðist mikil og góð stemming meðal þátttakanda.   Eftir „hlaupið“ var boðið upp á léttar veitingar í Höfðasal um leið og allir þátttakendur fengu verðlaunapening.  Veðrið lék við alla þó svo nokkuð væri kalt og var það samdóma álit allra að vel hafi tekist til.

Aðalfundur Höfða

Boðað er til aðalfundar Höfða fyrir árið 2014 fimmtudaginn 28. maí nk. kl. 17.00 í Höfðasal.

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningur 2014
  • Önnur mál

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

 

 

Væntumþykja í verki

Viv

Væntumþykja í verki er heilsueflandi tilraunaverkefni fyrir eldra fólk sem Höfði tekur þátt í , og er hugmynd tveggja sjúkraþjálfara í Borgarnesi.

Verkefnið snýst um að hvetja fjölskyldu og vini til að gera æfingar með fólkinu sínu þegar það kemur í heimsókn. Fólki þykir vænt um að geta gert gagn og láta gott af sér leiða, góð heimsókn verður betri og ástvinir njóta góðs af.

Kveikjan að verkefninu var að sjá hvaða möguleikar væru til staðar svo flestir hefðu sem mesta möguleika á heilsueflingu og aukinni vellíðan í ljósi niðurskurðar og oft takmarkaðrar möguleika.

Rannsóknir sýna að öll hreyfing, hversu smá hún er, gerir gagn. Þátttaka fjölskyldu og annarra aðstandenda skiptir því líka máli. Hreyfing liðkar liði , er styrkjandi og örvar blóðrás, auk fleiri jákvæðra þátta.

Verkefnið var kynnt á aðstandendafundi 8 apríl sl., og hefur sjúkraþjálfari Höfða valið æfingar fyrir hvern íbúa og sett á herbergin.

Þátttakan er auðvitað valfrjáls og í mörgum tilvikum sér íbúinn sjálfur um sína hreyfingu. Þessar æfingar eru hugsaðar sem viðbót við annað sem íbúinn tekur þátt í á heimilinu .

Ef spurningar vakna er hægt að spyrja starfsfólk, deildarstjóra eða sjúkraþjálfara Höfða. Ábendingar vel þegnar.

Sumardagurinn fyrsti á Höfða

IMG_1253

Á sumardaginn fyrsta var gestkvæmt á Höfða, Karlakórinn Svanir hélt söngskemmtun á Höfða undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur sem jafnframt sá um undirleik ásamt Haraldi Hjaltasyni, Jóni Trausta Hervarssyni og Þórði Sævarssyni.  Í kjölfar karlakórsins komu félagar í Hestamannafélaginu Dreyra í heimsókn á fákum sínum.

Fundur með aðstandendum íbúa

Miðvikudaginn 8.apríl kl. 17-18 verður haldinn fundur með aðstandendum íbúa Höfða í Höfðasal.

 Dagskrá:

  •  Fjármál, greiðsluþátttaka íbúa, framtíð Höfða; Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
  • Væntumþykja í verki; Hildur og Halldóra, sjúkraþjálfarar kynna verkefni sitt.
  • Hjúkrun á Höfða; Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
  • Vinir Höfða – dagskrá frá aðstandendafélagi; Stjórn félagsins: Elín, Guðjón og Soffía
  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagabreyting, 6. grein. Stjórn félagsins skal skipuð þremur aðalmönnum og tveimur varamönnum. Breytist í fimm aðalmenn.
  3. Kosning í stjórn
  4. Jón Jóhannesson með kynningu á íbúa og vinaráði.
  5. Önnur mál.
  • Önnur mál
  • Fundi slitið

Að loknum erindum verður boðið upp á kaffi og umræður.

Við vonum að sem flestir ykkar geti mætt á fundinn.