Sláturgerð á Höfða

IMG_1494

Myndasafn

Í gær var unnið í sláturgerð á Höfða með aðkomu íbúa og starfsmanna. Tekin voru 150 slátur. Fólk var einbeitt við sláturgerðina og handtökin fagmannleg og augljóst að margir þeirra sem að sláturgerðinni stóðu hafa tekið slátur allan sinn búskap.

Fyrsta sláturmáltíðin verður framreidd í dag fimmtudag, en slátrið er sívinsæll matur hjá íbúum og starfsfólki Höfða.

Yfirblandari í sláturgerðinni var Sigurlaug Garðarsdóttir.