Í gær var haldinn fundur með aðstandendum íbúa á Höfða. Þar sagði Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri frá rekstri Höfða, starfsmannahaldi, fyrirhuguðum framkvæmdum o.fl. og Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri ræddu um hjúkrun og aðhlynningu og sagði frá tengiliðakerfi sem tekur gildi í þessum mánuði.
Þau Guðjón, Helga og deildarstjórarnir Sólveig Kristinsdóttir, Sigrún Valgarðsdóttir og Margrét A.Guðmundsdóttir sátu síðan fyrir svörum og tóku þátt í umræðum með fundargestum.
Fundurinn var mjög vel sóttur. Boðið var upp á kaffi, kleinur og heimabakað brauð.